Guideline LPs 9,9′ #3

> Alhliða púpuprik í minni sem stærri ár
> Ræður við granna tauma og stóra fiska
> Mjög létt og þægileg yfir langa veiðidaga
> Vegur 84 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

39.900kr. 25.935kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

LPs eru nýjar stangir á markaði sem hannaðar eru í létta silungsveiði, þá sérstaklega andstreymisveiði (Euro nymphing). Stangirnar eru meðalhraðar og henta bæði reyndum og óreyndum veiðimönnum þar sem þær fyrirgefa mistök í kastferlinum. Toppurinn er fremur mjúkur og því má nota stöngina með mjög grönnum taumum án þess að þeir slitni við átak.

LPs eru einstaklega næmar og einkar skemmtilegt er að glíma við fisk á svo léttar græjur. Hjólasætið er staðsett mjög aftarlega á skaftinu til að veita veiðimanni aukna næmni við púpuveiðar.