Vandaður fluguveiðipakki sem samanstendur af Guideline Elevation tvíhendu, Nova fluguveiðihjóli, undirlínu og Hofsá tvíhendulínu eða sambærilegri línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.
Elevation stöngin hentar frábærlega í meðalstórar til stærri laxveiðiár, þar sem krafist er meiri lengdar og betri stjórnunar. Hún er meðalhröð og hleðst jafnt niður í skaft – sem gerir hana einstaklega hentuga fyrir veiðimenn sem vilja ná góðri tilfinningu fyrir línunni, bæði í styttri og lengri köstum. Hún fyrirgefur vel og veitir mikið traust við krefjandi aðstæður.
Stönginni fylgir Nova fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er með sjálfbærni í huga – úr endurunnum hráefnum, án einnota plasts og með bremsukerfi sem aðlagað er að stærð hjólsins. Nova hjólið státar af öflugri kolefnisbremsu, innbyggðu mótvægi og vönduðum álhlutum sem skila bæði styrk og léttleika. Þetta er hjól sem stenst álag og veitir áreiðanlega stjórn allan baráttutímann.
Á hjólinu er undirlína og Hofsá tvíhendulína – samfelld lína þar sem skothaus og rennilína renna saman. Línan er hönnuð með íslenskar laxveiðiár í huga og gefur gott jafnvægi á stöngina. Hún kastar létt af stað með litla fyrirhöfn og leggst mjúklega á vatnsflötinn. Hofsá fer einstaklega vel með langa tauma og smáflugur, en ræður líka við túpur og þyngri flugur. Grænn litur skothaussins truflar ekki fisk, en appelsínugula rennilínan veitir góða yfirsýn í vatni.
Elevation tvíhendupakkinn 13′ #8/9 er frábært val fyrir þá sem vilja kraftmiklar græjur á afar hagkvæmu verði.
Loop Z1 Switch-pakki 11,6' #7
Guideline Elevation Tvíhendupakki 12‘ #7/8
Waterfall Drykkjamál
Echo Lift Einhendupakki 9' #5
Guideline LPX Chrome T-Pac Tvíhendupakki 12,9' #8/9
Loop Z1 Switch-pakki 11,6' #5
Loop Z1 Einhendupakki 9' #5
Loon Bottoms Up Smábrúsafesting
Guideline Elevation Einhendupakki 9,9‘ #6
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #5
Loop Evotec G5 9/13
Semperfli Kapok Dry Fly Dubbing Magnpakkning
Loop ZX Einhendupakki 9' #7
Guideline Elevation Einhendupakki 10,6‘ #3
Loop ZX Einhendupakki 9,3' #6
Guideline LPX Nymph Einhendupakki 10,2' #4
Guideline LPX Chrome Einhendupakki 9,9' #7
Guideline LPX Chrome Tvíhendupakki 12,3' #6/7
Fishpond Maori Trout Derhúfa 






















