Flylab Fluguhnýtingasett

Flott fluguhnýtingasett sem inniheldur öll helstu tólin og efnin sem þarf til að byrja í fluguhnýtingum. Í settinu er Flylab fluguhnýtingaþvinga frá Stonfo sem er bæði létt og meðfærileg með 360° snúningi. Hægt er að stilla snúningsspennu þvingunnar að vild og jafnvel læsa henni þegar svo ber undir.

37.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Flott fluguhnýtingasett sem inniheldur öll helstu tólin og efnin sem þarf til að byrja í fluguhnýtingum. Í settinu er Flylab fluguhnýtingaþvinga frá Stonfo sem er bæði létt og meðfærileg með 360° snúningi. Hægt er að stilla snúningsspennu þvingunnar að vild og jafnvel læsa henni þegar svo ber undir. Kjaftur þvingunnar er úr stáli og má skipta honum út í minni eða stærri, ef þörf krefur.

Settið inniheldur góð alhliða hnýtingaskæri frá Loon, þægilega keflishöldu frá Stonfo auk nálar sem nota má til ýmissa verka. Öll nauðsynlegustu hnýtingaefni eru í settinu, s.s. flugulakk, þráður, kúlur og krókar, auk hára og gerviefna. Tilvalið sett fyrir áhugasama veiðimenn!