Fishpond Thunderhead Vatnsheld Axlartaska

34.995kr.

Thunderhead mittistöskurnar eru hluti af nýrri vörulínu frá Fishpond, framleiddar úr gríðarsterku efni sem endurunnið er úr næloni. Axlartaskan er algjörlega vatnsheld og búin TIZIP® rennilás, sem heldur allri bleytu frá innihaldinu. Thunderhead vörurnar eru gerðar fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið.

Axlartaskan er hönnuð þannig að unnt sé að veiða með töskuna á sér. Í henni er eitt stórt hólf auk rennds vasa undir smáhluti, að framanverðu er stórt hólf með rennilás. Á töskunni eru margar festingar svo unnt er að hengja á hana ýmis tæki, samsettar veiðistangir eða stangarhólka.

Stærð töskunnar er 40 x 23 x 18 cm, hún vegur 0,7 kg.

Þú getur fræðst meira um Thunderhead axlartöskuna með því að smella á Play-hnappinn.

FRÍ HEIMSENDING

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: FP1832 Vöruflokkur: Flokkar: , ,