Fishpond Thunderhead Eco Duffel Taska L

Frábær taska frá Fishpond sem er úthugsuð fyrir næsta ævintýri. Hún rúmar 100 lítra og hefur mikla burðargetu. Á töskuna má festa ýmiskonar búnað að utanverðu, svo ekki þarf að skila neitt eftir. Efnið er gríðarlega slitsterkt og um leið 100% vatnshelt.

79.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Frábær taska frá Fishpond sem er úthugsuð fyrir næsta ævintýri. Hún rúmar 100 lítra og hefur mikla burðargetu. Á töskuna má festa ýmiskonar búnað að utanverðu, svo ekki þarf að skila neitt eftir. Efnið er gríðarlega slitsterkt og um leið 100% vatnshelt. Sterk handföng eru á hvorri hlið auk axlarólar, en töskuna má einnig bera sem bakpoka. Í henni er eitt stór aðalrými auk minni vasa að innan og utan. Rennilásar eru af nýjustu gerð, að fullu vatnsheldir og með ljúfloku. Stærð töskunnar er 76 x 38 x 38 cm og er eiginþyngd hennar 2,2 kg.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.