Fishpond Quickshot Stangarfesting

Quickshot stangarfestingin frá Fispond er hönnuð til þess að festa á flesta vatnshelda bakpokana þeirra en aðrir geta einnig notfært sér þessa haganlegu festingu. Stangarfestingin vann nýlega til verðlauna á IFTD fluguveiðisýningunni í Orlando í Florída.

6.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Quickshot stangarfestingin frá Fispond er hönnuð til þess að festa á flesta vatnshelda bakpokana þeirra en aðrir geta einnig notfært sér þessa haganlegu festingu. Stangarfestingin vann nýlega til verðlauna á IFTD fluguveiðisýningunni í Orlando í Florída.

Festingin er í tveimur hlutum. Neðri hlutinn er mótaður fyrir handfangið á stönginni. Stangarhandfangið fellur í lykkju og svo er teygjanleg festing sem smellur auðveldlega yfir handfangið. Efri hlutinn er klemma með segulfestingu sem fellur utan um efri hluta stangarinnar. Þannig er auðvelt að ganga með stöngina á milli staða og þess vegna vera með aukastöng tilbúna til veiða á meðan veitt er með annarri.