Hailstorm er virkilega vönduð 40L kælitaska frá Fishpond sem rúmar allt að 32 dósir auk íss. Kælitaskan er búin góðri einangrun og hönnuð til að halda drykkjum eða matvælum köldum í langan tíma, jafnvel í nokkra daga. Á ofanverðri töskunni er flipi til að ná í innihald hennar án þess að opna töskuna upp á gátt.
Kælitaskan er framleidd úr vaxbornum dúk og eru rennilásar frá YKK. Botn töskunnar er harður og þolir mikið hnjask. Að framan er renndur vasi, s.s. undir upptakara eða aðra smáhluti. Axlaról fylgir töskunni sem auðveldar burð milli staða. Tilvalin kælitaska í ferðalagið, útileguna, veiðiferðina eða aðra útivist. Stærð hennar er 48 x 27 x 29 cm.
Guideline The Snake Derhúfa - Caramel
Fishpond Burrito Vöðlutaska
Taumaklippur
Loon Lochsa - Þurrflugugel
Fishpond Blizzard Kælitaska
Fishpond Bighorn Veiðitaska
Fishpond Thunderhead Sub. Pouch Þurrpoki - Eco S. Camo
Loon Henry's Sinket - Sökkefni á flugur 






