Elkhorn Lumbar Pack er virkilega vel hönnuð mittistaska frá Fishpond. Hún er búin mörgum eiginleikum, býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika og skjótan aðgang að búnaðinum. Taskan er með 5 lítra geymsluplássi, innra vatnsheldu geymsluhólfi og ytra vasa með þægilegum aðgangi. Hypalon festingarpunktar eru á töskunni fyrir taumaspóluhaldara, áhaldaspólur, flotefni og önnur veiðitól. Á hliðum eru netapokar undir drykkjarföng s.s. flöskur, brúsa eða dósir. Að aftan er slíður fyrir háfinn.
Undir mittistöskunni eru ólar sem hugsaðar eru fyrir auka fatnað, s.s. peysu eða jakka. Elkhorn er framleidd úr mjög endingargóðu, endurunnu Cyclepond-efni og þolir mikið hnjask. Þetta er því taska sem mun nýtast í veiðiferðum um ókomin ár. Taskan vegur 538 grömm og eru mál hennar 28x21x12 cm.
Loon Áhaldaspóla
Stonfo Magnetic Material Clip - Efnisklemma
Reiða Öndin - Sarpur
Loop 7X 9,6' #7
Jungle Cock Gervifjaðrir
CND Gravity 9' #5 











