Fishpond Canyon Creek Chest Pack – Brjóstpoki

Canyon Creek er frábærlega vel hannaður brjóstpoki frá Fishpond. Hann er tilvalinn í styttri veiðiferðir og hentar þeim sem þurfa skjótan aðgang að nauðsynlegum hlutum. Þessi litla taska er ákaflega fjölhæf og er gædd fjölmörgum eiginleikum.

15.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Canyon Creek er frábærlega vel hannaður brjóstpoki frá Fishpond. Hann er tilvalinn í styttri veiðiferðir og hentar þeim sem þurfa skjótan aðgang að nauðsynlegum hlutum. Þessi litla taska er ákaflega fjölhæf og er gædd fjölmörgum eiginleikum. Á henni eru sjö tengimöguleikar fyrir verkfæri, fluguspjald sem fella má fram auk sérstaks slíðurs fyrir veiðiháfinn. Þrátt fyrir látlausa hönnun komast auðveldlega fyrir fjögur flugubox í töskuna og þá er enn nægt rými fyrir fylgihlutina.

Canyon Creek brjóstpokann má einnig nota til að auka burðargetu með öðrum vörum frá Fishpond. Festa má pokann á aðrar töskur, s.s. Switchback mittistöskuna og bakpoka sem fyrirtækið framleiðir. Stærð töskunnar er 23 x 13 x 11 cm og er hún 453 grömm að þyngd.

Til að kanna kosti þessarar frábæru tösku betur skaltu horfa á myndbandið hér að neðan.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.