Elite Fluguhnýtingasett

Elite er á meðal allra vönduðustu fluguhnýtingasetta á markaðnum enda hvergi til sparað. Settið inniheldur frábæra alhliða hnýtingaþvingu frá Stonfo með hnökralausum 360° snúningi. Þvingan stendur á stöðugum borðfæti sem búinn er ýmsum ganglegum búnaði.

84.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Elite er á meðal allra vönduðustu fluguhnýtingasetta á markaðnum enda hvergi til sparað.

Settið inniheldur frábæra alhliða hnýtingaþvingu frá Stonfo með hnökralausum 360° snúningi. Þvingan stendur á stöðugum borðfæti sem búinn er ýmsum ganglegum búnaði. Á honum er innbyggð verkfæragrind, tengi fyrir stækkunargler og aðra nytsamlega aukahluti. Unnt er að skipta um kjamma þvingunnar og nota t.d. þann minni þegar hnýta skal smærri flugur. Hægt er að stilla snúningsspennu þvingunnar að vild og jafnvel læsa henni þegar svo ber undir.

Í settinu er langflest áhöld sem notuð eru til fluguhnýtinga: flugbeitt hnýtingaskæri, tól fyrir endahnútinn, nál, Bobtec keflishalda, þræðari, hackle töng, dubbing áhald og efnisbursti. Þá fylgir spóluvagga (e. bobbin cradle), fallhlífartöng (e. paracute plier), stillanleg gormaklemma auk fleiri gagnlegra tóla.

Settið er hlaðið fjölbreyttu hnýtingaefni sem valið er með hliðsjón af íslenskum flugum, bæði í lax- og silungsveiði. Tvær gerðir af þráðum, vinyl-rib, peacock fanir, hrosshár, íkorni, refur, kanína, fjaðrir, hnýtingavír, floss, chenille, dubb og kúlur eru á meðal þess sem fylgir kaupunum. Þá eru fjórar gerðir af krókum sem nota má til hnýtinga á laxaflugum, straumflugum og púpum. Elite er einstaklega vandað fluguhnýtingasett fyrir þá sem gera ríkar kröfur um gæði og endingu.