Einhendu námskeið 12. maí

Kastnámskeið á einhendu með Klaus Frimor,
sunnudaginn 12. maí frá kl. 11:00-14:00.

Nánari upplýsingar má finna neðar á síðunni.

13.000kr.16.000kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðiflugur bjóða upp á flugukastnámskeið, fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennari verður einn fremsti flugukastkennari í heimi, Klaus Frimor. Það er mikill hvalreki að fá jafn flottan kennara til liðs við okkur, enda býr hann að yfirgripsmikilli þekkingu. Klaus hefur síðustu áratugi starfað sem aðalhönnuður hjá Loop og Guideline þar sem hann hefur hannað, prófað og þróað flugustangir og flugulínur. Að auki hefur hann verið leiðsögumaður víðsvegar um landið um margra ára skeið.

Mikil reynsla býr þarna að baki og ættu allir veiðimenn, reyndir sem óreyndir, að geta aukið þekkingu sína og getu í fluguköstum. Farið verður yfir undirstöðuatriðin en jafnframt kafað dýpra og hin ýmsu afbrigði flugukasta kynnt til sögunnar.

Námskeiðin eru kjörin fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu köst, en nýtast einnig vanari veiðimönnum því hér gefst gott tækifæri að leiðrétta villur í köstunum og bæta um leið framsetningu flugunnar. Farið verður yfir ólíkar gerðir flugulína, notkun á mismunandi taumum og hvernig best er að haga veiðibúnaðinum svo vel takist til þegar á bakkann er komið. Það munu sannarlega öll græða á að sækja þessi námskeið enda gefst veiðimönnum kostur á að leita svara við öllum þeim spurningum sem viðkoma fluguköstum.

Verð til félagsmanna SVFR er 13.000 kr., en þau sem ekki eru í félaginu greiða 16.000 kr.
Félagsmenn eru beðnir um að gefa upp kennitölu í skilaboðareit í körfu.

Námskeiðin verða haldin við Rauðavatn fyrir neðan Morgunblaðshúsið. Þátttakendur skulu mæta með stöng, hjól og línu. Gott er að vera með stígvél eða vöðlur meðferðis.

Góða skemmtun!

KASTNÁMSKEIÐ

MEÐ KLAUS FRIMOR