Aquanova intermediate er hægsökkvandi glær flugulína en sökkhraði hennar er 4 cm á sekúndu. Línan er framþung, hún er framleidd með sterkri kápu sem hryndir frá sér óhreinindum. Lítið ber á línunni í vatnsskorpunni og fælir hún því fiska síður. Línan er hönnuð til að kasta allt frá smáflugum upp í meðalstórar túpur. Hún nýtist vel í straumvatni en ekki síður vatnaveiði, s.s. í Veiðivötnum.
Aquanova-línurnar eru framleiddar af kanadíska fyrirtækinu Norhern Sport. Meginstarfsemi Northern Sport hefur falist í framleiðslu á flugulínum sem seldar eru undir merkjum annarra fyrirtækja um allan heim, en minni áhersla hefur verið lögð í sölu á línum undir eigin vörumerki. Veiðiflugur munu nú bjóða upp á þessar flugulínur sem ódýran valkost fyrir veiðimenn.