Loop 7X stangarlínan markar tímamót í hönnun fluguveiðistanga því ólíkt hefðbundnum stöngum er hún ekki hringlótt heldur sjöstrend, þ.e. með sjö hliðar. Þessi einkaleyfisbundna framleiðsla býr yfir gríðarlegu afli, veitir ótrúlega nákvæmni og hámarkar orkunýtingu. 7X er sannkölluð bylting, en kasteiginleikar stangarinnar eru einstakir vegna þeirra kosta sem lögun stangarinnar skilar.

Allt sem þú vilt vita um Loop 7X fluguveiðistangirnar má finna neðar á þessari síðu.

7X – Hönnun sem á enga sér líka

7X hönnunin með sinni 2-3-2 uppbyggingu dregur úr þeim neikvæðu áhrifum sem hefðbundin hringlaga hryggjarstykki hafa óhjákvæmilega. Hönnunin leiðir til þess að ferill stangarinnar er ávallt jafn, óháð því hvaða kasttækni er beitt. Stangirnar veita jafnt afl og nákvæmni, jafnvel með bakhandar- eða hliðarköstum. Til einföldunar má segja að stöngin vinni jafn vel, óháð því á hvaða ferli kastað er.

Loop 7X stangirnar eru bæði léttari og sterkari en stangir með hefðbundinni hringlaga uppbyggingu og tryggja þær skilvirkari orkuflutningi. Það leiðir af sér meiri nákvæmni, betri framsetningu, bætta frammistöðu og fjölhæfni. 7X eru einhverjar mögnuðustu stangir sem Loop hefur framleitt. Ótrúlegur kraftur án þess að mýkt, nákvæmni og tilfinningu sé fórnað. Án nokkurs vafa einhver mest sannfærandi nýjung á sviði fluguveiði sem fram hefur komið í langan tíma.

Loop 7X stangirnar eru framleiddar úr hágæða grafíti.

Einstök lögun stanganna veitir mikið afl og nákvæmni.

Loop 7X switch-stangir

Hvers vegna eru Loop 7X einstakar?

Venjulegar flugustangir eru yfirleitt framleiddar úr koltrefjum (grafíti). Blankið eða stangardúkurinn er vafinn upp um sjálfan sig, þ.e. efninu er rúllað upp. Þegar slík stöng er sveigð þjappast grafítið saman á einum stað sem þýðir að það teygist á efninu á öðrum stað. Við þessa tilfærslu skapast ójafnvægi í stönginni. Hringlaga stangir mun ávallt leita jafnvægis, sem þýðir að þær bogna á þann hátt sem efninu er eðlislægt að gera.

Í fjögurra hluta stöng getur stangarmiðjan (hryggsúlan) verið samsett misjafnlega, svo hún tekur allskyns stefnur þegar hún hleðst og afhleðst. Loop 7X stangirnar eru vissulega framleiddar með samskonar hætti og aðrar, s.s. blakinu er rúllað upp. Hinsvegar er sjöhyrnt lag sett yfir hryggsúlu stangarinnar til að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem upprúllun stangardúksins hefur, m.ö.o. er stefnunni stjórnað með lögun blanksins (stangardúksins).

Töfrar Loop 7X flugustanganna

Hraðar stangir (e. Fast Action) sækja afl sitt yfirleitt í stangartoppinn, svo toppurinn svignar vel en neðri hluti stangarinnar síður. Gallinn við slíkar stangir er hinsvegar sá að veiðimaður þarf að beita miklu afli til að stöngin svigni og hún hlaði orku á skilvirkan hátt. Með hönnun á Loop 7X var hið gangstæða framkvæmt. Í stað þess að aðeins toppurinn bogni, þar sem stöngin hleður minna afl, beygist hún auðveldar niður í skaftið þar sem meira orka hleðst upp.

Þetta þýðir að neðri hluti stangarinnar er hlaðinn áreynslulaust en um leið er toppurinn hæfilega stígur til að stjórna kaststefnunni. Með 7X næst því mikill línuhraði með lítilli fyrirhöfn. Að auki verður nákvæmni kastanna alltaf meiri með Loop 7X en hefðbundnum hringlaga stöngum, vegna þessara samverkandi þátta.

Í stangirnar eru notaðar koltrefjar með hæsta mögulega samþjöppunarstuðli. Það þýðir að ekkert annað grafít getur pressast jafn mikið saman, sem er lykilatriði þegar kemur að afli stanganna. Lykkjur úr framleiddar úr títan og ryðfríu stáli sem er títanhúðað. Þá er hjólasætið sérútbúið og handföng stanganna úr hágæða korki sem stenst tímans tönn.