Loon er í dag eitt þekktasta vörumerkið á sínu sviði en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á smávöru tengdri fluguveiði. Í grunninn má skipta vörum félagsins upp í tvo megin flokka: efni og fylgihlutir. Efnaflokknum tilheyra þurrflugu efni s.s. þurrflugugel og þurrflugu sprey auk línuefna á borð við línubón og efna til að hreinsa flugulínur. Til fylgihluta teljast tangir, klippur, tökuvarar, skæri, áhaldagormar, hnýtingavörur og margt fleira.
Gæði í gegn
Loon veiðivörur eru þekktar meðal veiðamanna um allan heim fyrir gæði sem standast fyllilega kröfur samtímans. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sviði umhverfismála en nær öll efnavara sem fyrirtækið framleiðir er skaðlaus umhverfinu og lífríki þess.