CND flugustangir
CND er upphaflega japanskt vörumerki, sem hefur á seinni árum færst nær því að teljast skandinavískt. Eftir að nokkrir af fremstu stangarhönnuðum og laxveiðimönnum Noregs gengu til liðs við fyrirtækið tók eftirspurnin við sér. Í dag eru CND flugustangir einhverjar þær mest seldu í laxveiði á Norðurlöndunum. Þá hafa vinsældir þeirra í Skotlandi og á Írlandi vaxið mikið á síðustu misserum.
CND Gravity-línan
CND Gravity stangarlínan er tiltölulega ný á markaði. Vinsældir stanganna urðu strax miklar og ljóst að vöntun var á svo áhugaverðum flugustöngum. CND flugustangirnar hafa ákveðna sérstöðu, enda veita þær notandanum afar sérstaka upplifun. Stangirnar sameina hraða og mýkt, þar sem tilfinning fyrir laxinum nær alla leið niður í hendur. Þær eru ákaflega léttar, aflmiklar og framkalla ótrúlegan línuhraða.