Flugur
í veiði
Skoða allar flugur
Vantar þig flugur í veiði? Í verslun Veiðiflugna, Langholtsvegi 111, má finna mesta úrval landsins af veiðiflugum, hvort heldur í laxveiði eða silungsveiði. Í tæplega 10 metra fluguborði eru mörg hundruð gerðir flugna, allt frá þurrflugum upp í stórar laxatúpur. Í netversluninni Veidiflugur.is er flugum skipt upp í tvo megin flokka, þ.e. silungaflugur og laxaflugur. Silungaflugur skiptast svo í straumflugur, púpur og votflugur. Laxaflugum er skipt í einkrækjur, tvíkrækjur, þríkrækjur og túpur. Hver flokkur hefur svo sinn undirflokk. Þrátt fyrir að fluguúrval sé töluvert á netinu er það þó aðeins brot af því úrvali sem er í versluninni á Langholtsvegi.