Loop Q – Stangir og hjól aftur fáanleg!

Loop Q línuna þarf vart að kynna fyrir íslenskum veiðimönnum, enda þekkt fyrir frábæra hönnun, áreiðanleika og hagstætt verð. Nú eru bæði Loop Q einhendurnar og fluguhjólin fáanleg á ný – auk stangarpakka sem inniheldur stöng, hjól og línu.

Loop Q einhendur

Allar Loop Q stangirnar eru 9 fet á lengd og smíðaðar úr léttu en sterku grafíti, með vönduðu korkhandfangi og títaníum-lykkjum. Þær eru með meðalhraða sveigju og henta vel í fjölbreyttan veiðiskap. Q-stangirnar sameina einfaldleika og gæði – og gera nákvæmlega það sem þeim er ætlað.

Loop Q 9’ #5
Létt og notendavæn stöng fyrir silungsveiði. Hún bregst hratt við, hleðst auðveldlega og skilar bæði mjúkri framsetningu og kraftmiklum köstum. Hentar sérstaklega vel byrjendum og þeim sem vilja létta og viðráðanlega stöng í ám og vötnum.

Loop Q 9’ #6
Kraftmeiri en fimman – þessi fjölhæfa stöng er frábær í vatnaveiði og í silungsveiðiár. Hún er með örlítið hraðari sveigju og veitir meiri stjórn án þess að tapa tilfinningu eða nákvæmni.

Loop Q 9’ #7
Öflug alhliða einhenda sem hentar bæði í silungs- og laxveiði. Hún býr yfir krafti og næmni og tekst vel á við fjölbreyttar aðstæður. Virkilega vel heppnuð stöng fyrir íslenskar aðstæður.

Loop Q 9’ #8
Öflugasta stöngin í Q-línunni. Hönnuð fyrir kraftmikla lax- og sjóbirtingsveiði þar sem þyngri flugur og mótvindur eru hluti af leiknum. Þrátt fyrir afl er hún nákvæm og lifandi í hendi.

Loop Q fluguhjól – einföld, sterk og áreiðanleg

Loop Q hjólin eru hönnuð með einfaldleika og virkni í fyrirrúmi. Þau eru úr steyptu áli, með lokuðu bremsukerfi, stórri V-laga spólu og öruggri skrúfusamsetningu – engir lausir hlutir sem týnast í grasinu. Fáanlegar stærðir:

  • 4/6 fyrir léttar einhendur
  • 6/8 fyrir einhendur í lax- og sjóbirtingsveiði
  • 7/9 fyrir öflugar einhendur og switch
  • 8/11 fyrir tvíhendur

Hjólin eru virkilega vel hönnuð – og passa fullkomlega við Q-stangirnar í útliti og jafnvægi.

Stangarpakkar – allt sem þú þarft til að byrja

Loop Q pakkarnir innihalda stöng, fluguhjól og Þverá flotlínu – fjölhæfa og kraftmikla línu sem auðvelt er að kasta og hönnuð er með íslensk veiðisvæði í huga. Pakkarnir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja samhæfðan búnað sem virkar – fyrir byrjendur eða reynslumeiri veiðimenn.

Vertu klár í ævintýri sumarsins

Hvort sem þú ert á leið í veiði við ár eða vötn, þá finnurðu Q-stöng og hjól sem hentar. Skoðaðu úrvalið og tryggðu þér þitt eintak í tíma – upplagið fyrir sumarið er takmarkað!