Opnun Norðurár 2019

Þorsteinn Stefánsson hampar hér fallegri hrygnu úr Norðurá.

Norðurá í Borg­ar­f­irði opnaði í morg­un í björtu en köldu veðri. Áin var ákaflega vatnslítil miðað við árstíma, enda óalgengt að Norðurá fari undir 4 rúmmetra í júní. Þrátt fyrir fremur erfið skilyrði náðust 7 laxar á land á fyrstu vakt. 

Fyrsti lax sumarsins kom á land á Eyrinni og var það Guðrún Sig­ur­jóns­dótt­ir, for­maður veiðifé­lags­ins, sem landaði 74 cm lýsugri hrygnu á Haug gárutúpu.