Þorsteinn Stefánsson hampar hér fallegri hrygnu úr Norðurá.
Norðurá í Borgarfirði opnaði í morgun í björtu en köldu veðri. Áin var ákaflega vatnslítil miðað við árstíma, enda óalgengt að Norðurá fari undir 4 rúmmetra í júní. Þrátt fyrir fremur erfið skilyrði náðust 7 laxar á land á fyrstu vakt.
