Tinsel Chenille frá Wapsi er framleitt úr glitrandi efni svipuðu Flashabou og myndar skýran og glansandi búk. Þetta gerir efnið sérstaklega hentugt í straumflugur þar sem sýnileiki og ljósbrot skipta máli.
Efnið er mikið notað í urriðaflugur, meðal annars í veiðivatnaflugur, og kemur fyrir í þekktum flugum á borð við Rauðagull, Kelly Green og Gullið. Tinsel Chenille er auðvelt í notkun og gefur flugunni sterka lita- og ljósaáherslu án þess að gera búkinn stífan eða þungan.
Guideline LPX Chrome T-Pac 12,9' #8/9
Loon Rigging Foam Holder - Taumageymsla 














