Wapsi Deer Body Hair – Dádýrahár

Wapsi Deer Body Hair er dádýrahár með náttúrulegum litum sem henta vel í Muddlera, Caddisa og ýmsar þurrflugur.

1.295kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Deer Body Hair frá Wapsi er tekið af síðum og baki dádýrsins þar sem litamynstur háranna er mest áberandi. Þessi náttúrulega útfærsla gefur flugunum líflegt og raunverulegt yfirbragð og er sérstaklega vinsæl í hefðbundnum flugum.

Hárið er mjög hentugt til að spinna í flugur á borð við Muddlera og aðrar straum- og yfirborðsflugur, en nýtist einnig vel í niðurvængi á þurrflugum, til dæmis í Caddis-útfærslur. Skinnin eru mjúk og vel sútuð, sem gerir hárið lipurt og þægilegt í meðhöndlun. Deer Body Hair er fjölhæft efni fyrir hnýtara sem vinna bæði með flotflugur og flugur þar sem form og áferð skipta máli.