Turkey Marabou Strung Bloods frá Veniard eru marabou-fjaðrir úr yngri fuglum sem eru strengdar saman og ekki á stilk, ólíkt Large Selected Marabou. Þetta gerir fjaðrirnar styttri og grennri, sem hentar vel í smærri og miðlungsstórar flugur þar sem nákvæm stjórn á magni og lengd skiptir máli.
Efnið er einstaklega lifandi í vatni og hefur lengi verið eitt mest notaða fjaðraefnið í straumfluguhnýtingum. Strung Bloods eru mikið notaðar í flugur á borð við Nobbler og Woolly Bugger, auk veiðivatnaflugna af ýmsu tagi, þar á meðal Gullið og Kelly Green. Þetta er traust og fjölhæft efni fyrir hnýtara sem vilja hámarks hreyfingu og líf í straumflugum.






























































