Turkey Marabou Large Selected frá Veniard eru stórar marabou-fjaðrir sem hafa verið handvaldar með tilliti til stærðar og gæða. Marabou er eitt mest notaða fjaðraefnið í fluguhnýtingum og er þekkt fyrir einstaklega lifandi hreyfingu í vatni.
Efnið er mikið notað í straumflugur á borð við Woolly Bugger og Nobblera, þar sem mjúk trefjabyggingin gefur flugunni sterkt aðdráttarafl. Fjaðrirnar eru stærri en Strung Bloods og eru því rifnar af stilknum fyrir notkun.
Veniard Cock Pheasant Centre Tails Mixed 




















































































