Veniard Peacock Herl

Veniard Peacock Herl eru náttúrulegar páfuglsfanir með einkennandi ljósspil sem henta í fjölbreyttar flugur. Klassískt og afar fjölhæft efni í púpur, straumflugur og laxaflugur.

1.095kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Peacock Herl frá Veniard eru fanir páfuglsins sem hafa um áratugaskeið verið meðal mest notuðu fluguhnýtingaefna í heiminum. Náttúrulegt útlit fananna gefur flugunni dýpt og lifandi ljósspil sem breytist eftir birtu og straumi.

Efnið er uppistaðan í einni vinsælustu silungsveiðipúpu á Íslandi, Peacock, en kemur einnig fyrir í fjölda annarra þekktra flugna á borð við Undertaker. Peacock herl hentar jafnt í púpur, straumflugur og laxaflugur og er meðal annars vinsælt í Sunray-túpur. Fanirnar má nota á margvíslegan hátt, sem búkefni, loðkraga, vængefni eða í aðra hluta flugunnar eftir því sem hugmyndir hnýtarans leyfa. Þetta er ómissandi efni í hnýtingasetti hvers hnýtara!