Mop Chenille frá Veniard er efnið sem upprunalega var þekkt úr bílaþvotta- og pússhönskum, en hefur nú fest sig rækilega í sessi í fluguhnýtingum. Efnið er sérstaklega tengt moppu-púpunni, en nýtist einnig vel í aðrar klakpúpur.
Chenille-ið er mjúkt og lifandi í vatni og gefur flugunni mikla hreyfingu. Það má nota sem stél, búkefni eða á skapandi hátt í öðrum hlutum flugunnar, allt eftir hugmyndum hnýtarans. Mop Chenille er skemmtilegt og fjölhæft efni sem býður upp á einfaldar en áhrifaríkar útfærslur á púpum.
Veniard Peacock Sword Tails 






