Grey Squirrel frá Veniard er vinsælt fluguhnýtingaefni úr íkornahárum sem hafa verið notuð í laxaflugur og silungsflugur um langa hríð. Hárin eru þétt, fíngerð og liggja vel saman, sem gerir þau sérstaklega hentug sem vængefni í hefðbundnar flugur.
Efnið kemur við sögu í fjölmörgum þekktum flugum. Guli liturinn er meðal annars notaður í Munro Killer og Rektor, grái í Blue Charm, blái í Laxá blá og svarti í Green Butt.
Acryl-flugulakk
Jungle Cock Gervifjaðrir 













