Goose Biots frá Veniard eru afar hentug til að skapa kinnar á buzzer-flugur, þar sem stífleiki og lögun efnisins gefa skarpa og greinilega skiptingu. Það er mikið notað í flugur á borð við Buzzera, Teppahreinsarann og aðrar sambærilegar útfærslur þar sem smáatriðin skipta máli.
Biots nýtast einnig vel í stél á púpur, til dæmis í Copper John, þar sem þau halda lögun sinni vel og leggja áherslu á aftari hluta flugunnar. Efnið er nákvæmt í notkun og gefur hnýtaranum góða stjórn á útliti flugunnar, sérstaklega þegar unnið er með púpur og aðrar smærri flugur.
Veniard Peacock Sword Tails 
























