Veniard Glo-Brite Floss

Veniard Glo-Brite Floss er upprunalegt flúrljómandi floss sem hentar vel í hot-spot á silunga- og laxaflugur. Mjög bjart og áberandi efni sem hefur verið klassík í áratugi.

345kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Glo-Brite Floss frá Veniard er upprunalega flúrljómandi floss-efnið, þróað af Tom Saville fyrir meira en 30 árum. Efnið hefur verið mikið notað síðan og er þekkt fyrir sterka og fallega liti sem halda sér vel. Mörg fyrirtæki hafa reynt að stæla það, en aldrei náð að toppa það.

Flossið er klassískt val í hot-spot á silunga- og laxaflugur og kemur við sögu í fjölmörgum þekktum flugum. Má þar nefna gulan lit í Blue Charm, grænan í Green Butt og appelsínugulan í Peacock, svo fátt eitt sé nefnt. Glo-Brite Floss er afar bjart, auðvelt í notkun og nýtist í margvíslegar hnýtingar þar sem litur og áhersla skipta máli.