Veniard Buck Tails Half – Dádýraskott

Veniard Buck Tails Half er dádýraskott sem hentar vel sem vængefni í straumflugur, laxaflugur og túpur. Sterk og bein hár sem halda formi vel og gefa flugunni skýra lögun.

2.195kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Buck Tails Half frá Veniard er hálft dádýraskott sem er mikið notað sem vængefni í straumflugur, laxaflugur og túpur. Hárin eru bein og fremur stíf, sem gerir efnið sérlega hentugt í flugur þar sem vængurinn á að halda lögun og skýrri línu í straumi.

Efnið er klassískt val í þekktar flugur á borð við Silver Sheep, Willie Gunn og Mickey Finn, auk fjölda annarra hefðbundinna og nútímalegra flugna. Bucktail er slitsterkt, auðvelt í notkun og ómissandi efni í hnýtingatöskuna.