Arctic Fox Tail frá Veniard er úrvals refahár með mjúkum trefjum sem gera það sérstaklega hentugt sem vængefni og undirvæng í laxaflugur og straumflugur. Efnið er mikið notað í styttri Sunray-útfærslur og í þyngdar flugur með miðlungslöngum væng, þar sem óskað er eftir hreinni lögun og góðri hreyfingu í vatni.
Hár refsins er afar mjúkt, þægilegt í notkun og liggur vel við hnýtingu. Það hentar jafnt í laxatúpur og flugur á krókum, bæði í vængi og stél, og gefur flugunni náttúrulega og lifandi framsetningu án þess að verða stíf eða þung í vatni.
Veniard Peacock Sword Tails
Veniard Hen Pheasant Shoulder Feathers
Veniard Grey Partridge Neck Natural
Costa Blackfin Pro Gray Veiðigleraugu 580G
Veniard Mallard Duck Drake Grey Flank Selected
Veniard Peacock Eye Top Natural 


















