Tactical Copper Veiðigleraugu

Tactical veiðigleraugun frá Guideline eru með sportlegri umgjörð sem lokar vel á hliðunum, enda er lögun þeirra örlítið bogin. Þau eru tilvalin í veiði, útileguna eða aðra útivist. Koparlinsan er hentug til alhliða nota enda er brúni liturinn ákjósanlegur fyrir notkun í dagsbirtu. Með þessari linsu verða andstæður greinilegri þegar þau eru notuð yfir hádaginn.

8.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Tactical veiðigleraugun frá Guideline eru með sportlegri umgjörð sem lokar vel á hliðunum, enda er lögun þeirra örlítið bogin. Þau eru tilvalin í veiði, útileguna eða aðra útivist. Koparlinsan er hentug til alhliða nota enda er brúni liturinn ákjósanlegur fyrir notkun í dagsbirtu. Með þessari linsu verða andstæður greinilegri þegar þau eru notuð yfir hádaginn.

Eins og í öðrum gleraugum frá Guideline er Tactical linsan polarized og lokar 100% á skaðlega UVA og UVB geisla sólarinnar. Gleraugun koma í harðgerðu hulstri ásamt hreinsiklút.

Polarized linsur brjóta niður endurkast af yfirborði og draga verulega úr glampa, sem verður til þess að auðveldara er að sjá fisk í vatni. Það getur komið sér vel í tærum ám þar sem góð yfirsýn skiptir öllu máli. Polarized linsur draga einnig úr augnþreytu og auka sjónnákvæmni.

Guideline Tactical Copper Lens veiðigleraugu á steininum
Guideline Tactical Copper Lens veiðigleraugu á steini