Hér hefur rakvélablaðið fengið nýtt hlutverk í fluguhnýtingum. Með þessu tóli frá Stonfo má taka venjulegt rakvélablað og stilla skurðinn þannig að passi fyrir t.d. Muddler Minnow og aðrar straumflugur og flugur hnýttar með dádýrahári.
Á handfanginu er stillihringur sem sveigir blaðið eftir óskum. Tíu blöð fylgja tólinu en þetta eru venjuleg blöð sem fást í næstu nýlenduvöruverslun. Hársnyrtitólið er auðvelt í notkun og sést strax af leiðbeiningarmyndum á umbúðum hvernig það skuli notað.
Rétt er að minna á að rakvélablöð eru hárbeitt og tólið ætti þess vegna ekki að liggja á glámbekk þar sem börn gætu náð til.
Hárjafnari Mini
Frödin FITS Túpunál
Stonfo Hair Stacker - Hárjafnari
Stonfo Bobbin Elite 2 - Keflishalda
Bodkin - Nál með krók
360 Dubbing tól 