Elite Hnýtingaþvinga

Elite er hágæða hnýtingaþvinga frá Stonfo með 360° snúningi. Þvingan er hentug til hnýtinga á hverskonar laxa- og silungaflugum, s.s. tvíkrækjum, þríkrækjum, þurrflugum, púpum og straumflugum. Skaftið er framleitt úr ryðfríu stáli og snýst hnökralaust í gegnum tvær kúlulegur.

58.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Elite er hágæða hnýtingaþvinga frá Stonfo með 360° snúningi. Þvingan er hentug til hnýtinga á hverskonar laxa- og silungaflugum, s.s. tvíkrækjum, þríkrækjum, þurrflugum, púpum og straumflugum. Skaftið er framleitt úr ryðfríu stáli og snýst hnökralaust í gegnum tvær kúlulegur. Krókurinn sem notaður er til hnýtinganna snýst um ásinn þökk sé stillanlegu skaftinu og helst ávallt á plani.

Þvingan stendur á stöðugum borðfæti sem búinn er ýmsum ganglegum búnaði. Á honum er innbyggð verkfæragrind, tengi fyrir stækkunargler og aðra nytsamlega aukahluti. Unnt er að skipta um kjamma þvingunnar og nota t.d. þann minni þegar hnýta skal smærri flugur. Krókalæsingin sjálf er afar mjúk en með ákaflega gott grip. Hægt er að stilla snúningsspennu þvingunnar að vild og jafnvel læsa henni þegar svo ber undir. Þá er einnig hægt að breyta hæð hennar og stilla fyrir örvhenta jafnt sem rétthenta.

Elite væsnum fylgir spóluvagga (e. bobbin cradle), fallhlífartöng (e. paracute plier), stillanleg gormaklemma ásamt fleiri gagnlegum aukahlutum.