Hike Classic Extra Cushion sokkarnir eru uppfærð útgáfa af hinum upprunalega Smartwool göngusokk frá árinu 1994 – nú með umhverfisvænni nálgun þar sem notuð er bæði endurunnin nylon og ábyrgt vottuð merínóull. Þrátt fyrir uppfærsluna halda þeir áfram að bjóða upp á sömu frábæru þægindin og endingu sem gerði þá að klassík.
Sokkarnir eru með fulla dempun um allan fót og bjóða upp á þykkari og mýkri tilfinningu sem hentar sérlega vel í langar göngur og innanundir vöðlur á köldum dögum. Þéttleiki dempunarinnar hjálpar til við að jafna þrýsting og minnka þreytu í fótum, jafnvel þegar mikið er gengið með þungan búnað.
Merínóullin sér um að halda hitastigi í jafnvægi, færa raka hratt frá húðinni og draga úr lykt, á meðan nylon eykur styrk og endingu. Elastane gerir sokknum kleift að sitja þétt án þess að þrengja. Teygjan styrkir uppbyggingu sokksins og tryggir öruggt snið, og flatur táfótssaumur eykur þægindi og minnkar núning.
Helstu eiginleikar
- Hæð: Crew
- Dempun: Extra Cushion – þykk og þétt dempun um allan sokkinn
- Secure fit með teygjustuðningi við rist
- Flatur táfótssaumur fyrir aukin þægindi
- Endingargott snið sem hentar langar og krefjandi göngur
Efnisupplýsingar
- 70% Merínó ull
- 29% Nylon
- 1% Elastane
Fishpond Thunderhead Large Roll-Top Duffel- Eco C. Orange
Guideline Experience Chest Pack - Brjóstpoki
Fishpond Thunderhead Eco Duffel Taska L
Fishpond Thunderhead Yucca Pouch - Þurrpoki 





