Straggle String er fíngert chenille frá Semperfli. Það er aðeins 4 mm að sverleika og nýtist því vel í smærri flugur. Efnið hentar vel í kraga aftan við kúluhaus, sem fætur á púpur eða sem búkefni. Það má nota eitt og sér en einnig er hægt að vefja tveimur litum saman til að ná fram einstöku útliti.
Straggle String er með UV-áferð og er fáanlegt í mörgum litum. Á hverju kefli eru 6 metrar, en efnið er einnig fáanlegt í magnpakkningum.