Semperfli Nano Silk Hnýtingaþráður 50D 12/0

Nano Silk 50D 12/0 er hannaður til hnýtinga á flugum í stærðum #8-#18, hvort heldur lax- eða silungaflugur. Á hverju kefli eru 50 metrar, nema svartur og hvítur sem eru á 100 metra keflum.

875kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Nano Silk er fluguhnýtingaþráður sem notaður er af atvinnuhnýturum víðsvegar um heim. Þráðurinn er sá sterkasti sem völ er á, hann er fáanlegur í mörgum litum og býður upp á ýmsa möguleika. Afar erfitt er að slíta hann við hnýtingar, enda er þráðurinn um 10x sterkari en stál með sama þvermál. Nano Silk er alveg flatur þráður og því má vefja honum margsinnis áður en bunga fer að myndast á flugunni. Með þræðinum má hnýta fíngerða hausa án þess að endingu flugunnar sé fórnað.

Nano Silk 50D 12/0 er hannaður til hnýtinga á flugum í stærðum #8-#18, hvort heldur lax- eða silungaflugur. Á hverju kefli eru 50 metrar, nema svartur og hvítur sem eru á 100 metra keflum.