Fluoro Brite þráðinn má nota sem hefðbundinn hnýtingaþráð eða sem floss. Þráðurinn glóir í myrkri og sést því betur en ella þegar skyggja tekur. Þráðurinn er nokkuð sver (120D 6/0) og hentar því fremur í stærri flugur, s.s. straumflugur og túpur. Þó má skipta þræðinum í tvennt og nota þá allt niður í krókastærð #20.
Efnið nýtist best í fluguhausa, en einnig sem búkefni. Margir hnýtarar nota efnið sem stél á flugur og bursta þá nokkra þræði saman. Hægt er að fá efnið til að leggjast flatt með því að snú örlítið upp á það í keflishöldunni, tilvalið þegar búkur er vafinn. Fluoro Brite fæst í nokkrum litum og eru 25 metrar á hverju kefli.