Stanfield eru upprunalegu vatnsheldu sokkarnir frá Sealskinz sem eru sérstaklega hannaðir fyrir mjög kaldar og blautar aðstæður. Þeir byggja á þriggja laga Aquasealz™ samsetningu þar sem vatnsheld og andandi himna er felld á milli slitsterks nælon-ytra lags og þykks, einangrandi innra lags úr merínó ull og akrýl.
Ytra lagið úr endingargóðu næloni er með fjögurra vídda teygju sem tryggir gott snið og stöðugan stuðning. Miðlagið stoppar alla bleytu en hleypir út raka og hita sem myndast við áreynslu, þannig að fætur haldast bæði hlýir og þurrir. Innra lagið er þykkt og mjúkt, en það myndar örsmáa loftvasa sem virka sem náttúrulegir einangrunarvasar. Þetta gerir sokkana einstaklega hlýja og fullkomna fyrir verulega kalda daga.
Stanfield henta á köldustu árstíðum og í krefjandi verkefni eins og skíðum, fjallgöngum, snjóbretti og innanundir vöðlur þegar veitt er í mjög köldu veðri. Þetta eru sokkar sem þola mikið álag og halda gæðum sínum við endurtekna notkun – áreiðanlegur félagi í köldustu aðstæðum.
Sannarlega vatnsheld vörn í verstu veðrum
Uppfærð útgáfa af vatnsheldum sokkum frá Sealskinz sem tekst enn betur á við mikinn kulda og rigningu. Rakir og kaldir fætur valda notandanum óþægindum við iðju sína. Doða í tám, blöðrur og frostbit má forðast með notkun þessara mögnuðu sokka. Þá má nota í á köldum dögum, jafnvel miklu frosti. Sokkarnir henta þegar aðstæður er krefjandi og standa af sér djúpan snjó og mikla rigningu.
Hannaðir í öfgafullar aðstæður
Sokkarnir eru saumaðir með þykkustu einangruninni og því tilvaldir fyrir mjög kaldar og blautar aðstæður þar sem varðveisla varma er nauðsynleg. Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbyggingu í sokkana með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en úrvals merino-ull að innanverðu. Ullin veitir mikla hlýju og dregur úr svitamyndun. Ytra byrgði sokkanna er úr nælonefni með fjögurra þátta teygju sem tryggir aukin þægindi og meiri hreyfanleika.
Auka lag fyrir meiri hlýju
Sokkarnir eru hannaðir með aukna hlýju í huga og því gerðir úr fínustu merino-ull. Að auki hefur auka lagi verið komið fyrir í sokkunum til að gera þá enn hlýrri.
Tilvaldir í hverskonar útivist
Vatnsheldir sokkar eru heppilegir í aðstæðum þar sem hætta er á að fæturnir blotni. Þeir henta því í gönguferðir, hjólreiðar, fjallgöngu, veiðina eða útivinnuna.
Gerðir fyrir þægindi
Sokkarnir eru hannaðir með hnökralausri aðferð til aukinna þæginda. Tásaumar eru flatir og aukinn stuðningur hafður í hæl og við ökkla. Þannig verður upplifun notandans betri með þægindi í fyrirrúmi.
Handsaumaðir og prófaðir
Sérhvert sokkur er handsaumaður í Bretlandi og er vatnsheldni þeirra prófuð áður en þeir fara á markað.
Guideline The Snake Derhúfa - Caramel
Dubbing Twister
Half Hitcher 3in1
Dropper Festingar 




