Raynham eru upprunalegu miðlungs-lengdar vatnsheldu sokkarnir frá Sealskinz og hafa lengi verið vinsælir meðal útivistarfólks, veiðimanna og ævintýraþystra. Sokkanir byggja á þriggja laga Aquasealz™ samsetningu þar sem vatnsheld hydrophilic himna er felld á milli slitsterks Polycolon-ytra lags og mjúkrar merínó ullar að innan. Þessi uppbygging heldur rigningu og bleytu úti, en hleypir um leið raka frá fótunum út svo þeir haldist þurrir og við réttu hitastigi.
Ytra lagið er úr endingargóðri Polycolon-blöndu með fjögurra vídda teygju sem tryggir gott snið og stöðugan stuðning án þess að þrengja. Miðlagið – vatnshelda himnan – verndar fótinn gegn bleytu en hleypir út hita og raka sem myndast við áreynslu. Innra lagið er úr hágæða merínó ull sem er mjúk, hitastýrandi, lyktarbælandi og afar rakadræg.
Raynham hentar í fjölbreytt loftslag, hvort sem er í köldu fjallaloftslagi eða á rökum vordegi í vöðlunum. Þetta eru vandaðir vatnsheldir sokkar sem endast lengi og eru tilvaldir innanundir vöðlur, í göngur, fjallahjólreiðar, ferðalög sem og daglega notkun.
Fyrsti vatnsheldi sokkurinn
Vatnsheldi sokkurinn sem varð kveikjan að þróun og framleiðslu Selaskinz varanna. Ökklasokkarnir eru hannaðir til að halda fótunum þurrum í blautum aðstæðum. Rakir og kaldir fætur valda notandanum óþægindum við iðju sína. Doða í tám, blöðrur og frostbit má forðast með notkun þessara frábæru vatnsheldu sokka. Þá má nota í fjölbreyttu hitastigi, í rigningu og snjó eða innanundir vöðlur og útiskó.
Framúrskarandi öndunareiginleikar
Vert er að benda á óviðjafnanlega öndun vatnsheldu filmunnar sem hleypir svita og gufu út, en raka og bleytu ekki inn. Þetta skapar notandanum aukin þægindi í krefjandi aðstæðum og hreyfingu sem reynir á þolið.
Tilvaldir í hverskonar útivist
Vatnsheldir sokkar eru heppilegir í aðstæðum þar sem hætta er á að fæturnir blotni. Þeir henta því í gönguferðir, hjólreiðar, fjallgöngu, veiðina eða útivinnuna.
Nýstárleg efni og framleiðsla
Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbyggingu í sokkana með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en úrvals merino-ull að innanverðu. Ullin veitir mikla hlýju og dregur úr svitamyndun. Ytra byrði sokkanna er úr nælonefni með fjögurra þátta teygju sem tryggir aukin þægindi og meiri hreyfanleika.
Gerðir fyrir þægindi
Sokkarnir eru hannaðir með hnökralausri aðferð til aukinna þæginda. Tásaumar eru flatir og aukinn stuðningur hafður í hæl og við ökkla. Þannig verður upplifun notandans betri með þægindi í fyrirrúmi.
Handsaumaðir og prófaðir
Sérhvert sokkur er handsaumaður í Bretlandi og er vatnsheldni þeirra prófuð áður en þeir fara á markað.
Guideline The Fly Solartech Derhúfa - Graphite 





