Necton eru léttir og þægilegir prjónahanskar frá Sealskinz sem veita áreiðanlega vörn gegn vindi og kulda án þess að þyngja. Þeir eru hannaðir fyrir fjölbreyttar aðstæður, allt frá göngum í sveitinni til hreyfingar utandyra á köldum og vindasömum dögum.
Ytra lagið er gert úr endingargóðri akrýlblöndu sem stoppar vind, heldur vel á hita og hleypir raka út svo hendur haldist þurrar og loftræstar. Lófi úr sama efni veitir sömu einangrun og rakadrægni, án þess að draga úr lipurð. Innra lag úr mjúku polyester-fóðri tryggir þægilega hlýju og hjálpar til við að flytja raka frá húðinni.
Hanskar sem eru léttir í notkun, sitja þétt að án þess að kreppa og henta sérstaklega vel sem daglegur fylgihlutur yfir skammdegið.
Áreiðanleg vindheld vörn
Hinir fullkomnu alhliða hanskar sem eru léttir, þéttir og hlýir. Þessir vindheldu prjónahanskar eru tilvaldir í alla almenna notkun og gott að hafa við höndina hvenær sem er. Þeir eru hannaðir til að varna því að hvass vindur nái inn að húðinni og nýtast því sérlega vel á Íslandi.
Tilvaldir í fjölbreytta útivist
Hanskarnir henta í hverskonar ævintýri og nýtast í veiðina, gönguferðir, útivinnuna og hverjar þær aðstæður sem skapast á vindasömum dögum.
Vindheldir og hlýir í öllum aðstæðum
Sealskinz notar þriggja laga hönnun sína til að gera hanskana vindhelda og endingargóða. Þar fyrir utan eru uppbygging þeirra til þess fallin að veita hlýju og þægilegan stuðning.
Loon Low Tack Swax - Dubbing vax 










