Bacton húfan sameinar vörn, þægindi og slitstyrk í einni léttari kuldahúfu sem stenst erfiðar aðstæður. Hún er hönnuð með Aquasealz™ vatnsheldri himnu sem liggur milli sterklega prjónaðs ytra lags og hlýrrar microfleece-klæðningar að innan. Niðurstaðan er húfa sem heldur höfðinu hlýju og þurru, jafnvel í mikilli bleytu og köldum vindi.
Akrýl- og polyesterblandan í ytra laginu myndar þétt prjón sem heldur formi, þolir mikla notkun og veitir góða einangrun. Flís innra lagið tryggir mjúka snertingu, bætir hlýjuna og hleypir raka frá húðinni.
Áreiðanleg vatnsheld húfa
Hlý og stílhrein húfa frá Sealskinz sem er að fullu vatnsheld. Húfan heldur höfðinu heitu og þurru í rigningu, snjó eða öðrum krefjandi aðstæðum. Hún er kjörin til alhliða nota á Íslandi enda stendur hún af sér hraustlegustu lægðir.
Tilvalin í hverskonar útivist
Húfan er tilvalin í veiðina, gönguferðir, hjólreiðar, útileguna eða í útivinnuna. Hún kemur sannarlega að góðum notum þegar kalt og blautt er í veðri.
Notaleg húfa með 100% vatnsheldni
Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbyggingu í húfuna með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en einangrandi flísefni að innanverðu.
Patagonia Black Hole Rod Case Stangataska – Green
Fishpond Flattops Vöðlutaska
Stonfo Lanyard Hálsfesti
Guideline The Waterfall Solartech Derhúfa
Half Hitcher 3in1 





