Sealskinz Anmer – AW Vatnsheldir Ultra Grip Hanskar

Léttir og vatnsheldir hanskar úr þriggja laga efni sem halda höndum hlýjum og þurrum við hvaða aðstæður sem er. Hönnun með 4-hliða teygju, góðu sniði og sílikonmynstri á fingrum sem tryggir framúrskarandi grip og fulla snertiskjávirkni. Mjúkt merínó innra lag andar vel og einangrar á sama tíma – frábært val í útivistina árið um kring.

10.495kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Anmer hanskarnir frá Sealskinz eru léttir, teygjanlegir og hannaðir til að mæta fjölbreyttum veðuraðstæðum, hvort sem þú ert í borgarbrölti eða að stunda útivist. Þeir byggja á Aquasealz™ vatnsheldu himnunni sem situr á milli mjúks merínó ullarfóðurs og endingargórrar Polycolon-ytri skeljar. Útkoman er hanski sem andar einstaklega vel, losar raka hratt og heldur höndum hlýjum án þess að þyngja.

Sílikon-prent á fingrum og lófa gefur öruggt grip í öllum verkefnum – frá göngum og hjólreiðum til almennrar útivistar. Á sama tíma gerir snertiskjávirkni þér kleift að nota símann án þess að taka hanskana af. Fjögurra vídda teygja og gott snið tryggja þægindi og lipurð, og endingargott efni skilar langri líftíma.

Anmer hentar jafnt í haustrigningum sem í skammdegiskulda, og er einstaklega fjölhæfur kostur fyrir þá sem vilja vatnshelda hanska sem virka í öllum árstíðum.

100% vatnsheld tækni í þægilegum hönskum

Notalegir 100% vatnsheldir hanskar frá Sealskinz með sömu einstöku tækninni og fyrirtækið notar í framleiðslu vatnsheldra sokka. Hanskarnir eru hlýir og þægilegir og henta vel við fjölbreyttar aðstæður. Þeir eru með góðu gripi og halda höndunum þurrum í rigningu og snjó án þess að hefta hreyfingu þeirra.

Vandaðir fjölnota hanskar

Hanskarnir eru með sílikonprentuðum fingrum til að hámarka grip notandans, en einnig til að stjórna tækjum með snertiskjá.

Nýstárleg efni og framleiðsla

Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbygginu í hanskana, þá sömu og fyrirtækið notar við framleiðslu á útivistarsokkunum. Hanskarnir eru með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en úrvals merino-ull að innanverðu. Ullin veitir mikla hlýju og dregur úr svitamyndun. Ytra byrði hanskans er úr nælonefni með fjögurra þátta teygju sem tryggir aukin þægindi og meiri hreyfanleika.

Tilvaldir í fjölbreytta útivist

Hannaðir til að veita ótrúlegt grip, 100% vatnsheldni og frábæra öndun. Hanskarnir nýtast við ýmsa iðju, s.s. hjólreiðar, útihlaup, veiði, gönguferðir og sambærilega afþreyingu.

Framúrskarandi öndunareiginleikar

Vert er að benda á óviðjafnanlega öndun vatnsheldu filmunnar sem hleypir svita og gufu út, en raki og bleyta kemst ekki inn. Þetta skapar notandanum aukin þægindi í krefjandi aðstæðum og hreyfingu sem reynir á þolið.

Handsaumaðir og prófaðir

Sérhver hanski er handsaumaður í Bretlandi og er vatnsheldni þeirra prófuð áður en þeir fara á markað.