Patagonia River Salt Ink Black Vöðlujakki

River Salt er einn öflugasti vöðlujakkinn frá Patagonia. Hann er framleiddur úr fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem kallast H2No®, sem er einkennismerki vatnshelds fatnaðar frá fyrirtækinu. Jakkinn er virkilega slitsterkur og endingargóður.

64.900kr.
45.430kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

River Salt vöðlujakkinn frá Patagonia er framleiddur úr fjögurra laga vatnsheldu öndunarefni sem kallast H2No®, sem er einkennismerki vatnshelds fatnaðar frá fyrirtækinu. Jakkinn er afar slitsterkur og endingargóður enda hannaður til að standast álagið í krefjandi aðstæðum.

Vöðlujakkinn er með vatnsheldum YKK-rennilás, en framan á honum eru tveir rúmgóðir brjóstvasar undir fluguboxin með vatnsvörðum rennilásum. Á hvorri hlið eru fóðraðir vasar til að hvíla eða verma hendur. Að innanverðu er netapoki sem nýtist fyrir húfu, vettlinga eða flugnanet, auk rennds vasa undir síma eða bíllykla. Festingar eru framan á jakkanum sem nýtast til að hengja losunartöng, taumaklippur eða önnur veiðitól. D-lykkja er á baki sem hugsuð er fyrir veiðiháf.

Hettan er stillanleg og hönnuð þannig að hún haldist á sínum stað og skýli andlitinu í miklum vindi. Ermar eru með úlnliðsböndum til að varna því að vatn leiti upp hendurnar. Það kemur sér vel þegar fiski er sleppt, en ekki síður í mikilli rigningu. Jakkann má taka saman í mitti eftir innanundirklæðnaði hverju sinni.