Guidewater er vel hönnuð vatnsheld mittistaska frá Patagonia. Taskan rúmar 9 lítra og er með einu stóru aðalhólfi. Að innanverðu er vatnsheldur vasi sem aðskilur smáhluti frá innihaldi aðalhólfsins. Þann vasa er hægt að færa og koma fyrir að utanverðu þegar svo ber undir. Á töskunni er stillanleg ól sem gengur um mjóbakið auk axlarólar til aukins stuðnings þegar gengið er yfir langan veg. Bak og axlarólar eru vatnsfælnar, taka hvorki við né geyma vatn. Þannig helst taskan létt, þótt hún fari á kaf eða blotni á annan hátt.
Á töskunni eru margir tengimöguleikar sem nýtast vel við silungsveiðar. Þá er slíður á hlið töskunnar sem rúmar brúsa eða flösku. Mittistaskan er framleidd í Fair Trade vottaðri verksmiðju, sem þýðir að fólkið sem framleiddi hana fékk mannsæmandi (e. premium) laun fyrir.
Guideline Elevation 10,6' #3
Loop 7X 10' #6
Loop 7X 10' #7
Fishpond Thunderhead Eco Shale - Vatnsheld Mittistaska
Fishpond Thunderhead Eco Orange - Bakpoki
Patagonia Guidewater S. Green - Vatnsheld Mittistaska
Patagonia Stealth Pack S. Green Bakpoki
Guideline ULBC Mittistaska 3L 







