Loop Opti Dry Fly í Storm Blue litnum er nýjasta útgáfan af einu þekktasta breiðkjarna fluguhjóli samtímans. Hjólið sameinar ferskt útlit við þá nákvæmni og frammistöðu sem Opti-línan hefur verið þekkt fyrir í áraraðir. Storm Blue er litur sem á uppruna sinn í vindinum, vatninu og hráum krafti veðursins – rólegur en ákveðinn tónn sem skilar sér í stílhreinu, fáguðu útliti.
Undir yfirborðinu leynist hin klassíska Opti-hönnun. Breiðkjarna V-laga spólan tryggir skjótan inndrátt, minni línuminni og stöðuga, slétta meðhöndlun línunnar við allar aðstæður. Fullkomlega vatnshelt Power Matrix Drag System með ryðfríum íhlutum og kolefnisdiskum skilar kraftmikilli, mjúkri og jafnri bremsu án upphafsmótstöðu. Áreiðanleiki sem skiptir sköpum í nákvæmri silungsveiði.
Dry Fly er framúrskarandi hjól fyrir bæði straumvatn og stöðuvötn. Það er létt, aðeins 135 grömm, og heldur frábæru jafnvægi við einhendur í línuþyngdum #4–6. Stóra spólusniðið og nákvæm verkfræðileg uppbygging gera veiðimanninum kleift að halda stöðugri stjórn, jafnvel þegar aðstæður verða erfiðar.
Helstu einkenni:
- Ryðfríir og anodiseraðir álhlutar
- Spóla og hjól úr áli í flugvélagæðum
- Breiðkjarna (large arbor) V-laga spóla
- Power Matrix Drag System
- Vatnshelt
- Saltþolið
- Tæringarþolið
- Skjót og skilvirk línuinntaka












