Einhver vinsælasti jakkinn frá Loop hefur nú verið endurhannaður. Loop Onka 2.0 er einstakur Primaloft jakki sem ætlað er að veita hlýju og þægindi við allar veðuraðstæður. Hann er vindheldur, hrindir frá sér vatni og er auk þess fisléttur. Jakkann má nota einan og sér í veiðinni eða til daglegra nota. Hann er frábær í hverskyns útivist og innanundir vöðlujakka.
Onka jakkinn veitir hlýju jafnvel þótt hann blotni, en hann er framleiddur úr endurunnum efnum og húðaður með DWR (e. durable water repellent). Einangrun jakkans er einnig úr endurunnum efnum, en í honum eru 133 grömm af PrimaLoft® Gold einangrun. Þökk sé P.U.R.E. tækninni veitir jakkinn framúrskarandi hlýju miðað við þyngd, á sama tíma og dregið er úr kolefnislosun í samanburði við hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Á jakkanum er YKK-rennilás að framan og tveir renndir vasar á hliðum. Á honum er góð hetta sem stilla má eftir þörfum. Að innanverðu er renndur vasi en í hann má pakka jakkanum sjálfum til að spara pláss á ferðalögum.
CND Gravity 10' #6
Costa Fly Line Veiðigleraugu 580G
Costa King Tide 6 Veiðigleraugu 580G
Fishpond Summit Sling 2.0 Tortuga - Axlartaska 




