Evotec fluguhjólin frá Loop eru íslenskum veiðimönnum vel kunn, enda hafa þau verið á meðal þeirra vinsælustu á markaðnum um langt skeið. Evotec G5 er fimmta kynslóðin af þessum frábæru fluguveiðihjólum sem þekkt eru fyrir stílhreint útlit og einstök gæði.
Evotec G5 fluguhjólin eru með „Power Matrix Drag System” sem er einn áreiðanlegasti bremsubúnaður sem fyrir finnst í veiðihjólum. Það kerfi hefur Loop notað til margra ára enda fyrir löngu sannað ágæti sitt. Kerfið tryggir jafnt áreynslulaust átak og veitir þannig veiðimanni mikið forskot. Búnaðurinn er algjörlega lokaður og vatnsheldur.
Hjólin eru framleidd úr renndu áli en aðrir hlutir þess eru m.a. gerðir úr áli og ryðfríu stáli. Útlit þeirra er virkilega fallegt og fært málmgrár liturinn að njóta sín. Á þeim eru nýir endurhannaðir bremsuhnappar sem veita notandanum betri stjórn á bremsubúnaðinum. Þá hefur spóluhnappinum verið breytt þannig að hann auki heildarstyrk rammans og veiti betra grip þegar skipt er um spólur. Evotec G5 hjólin eru fáanleg í þremur stærðum fyrir einhendur, switch-stangir og tvíhendur.
Þess ber að geta að spólur úr Evotec G4 passa í Evotec G5 hjólin.