Loop Dry 25L Bakpoki

Nytsamlegur bakpoki frá Loop sem er 100% vatnsheldur og framleiddur úr sterku 600*1200 Denier-nælonefni. Bakpokinn er svartur að lit og hannaður með þarfir veiðimanna í huga, en nýtist að sjálfsögðu á öðrum slóðum.

36.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Nytsamlegur bakpoki frá Loop sem er 100% vatnsheldur og framleiddur úr sterku 600*1200 Denier-nælonefni. Bakpokinn er svartur að lit og hannaður með þarfir veiðimanna í huga, en nýtist að sjálfsögðu á öðrum slóðum. Við framleiðsluna er notast við bræðslutækni sem gerir sauma óþarfa og um leið pokann algjörleg vatnsheldan.

Framan á bakpokanum er stór vasi með vatnsvörðum rennilás. Á hliðum eru stórir teygjanlegir vasar undir stangarhólka, auk tveggja annarra undir vatnsbrúsa eða önnur drykkjarföng. Þá vasa er hægt að fjarlægja af bakpokanum með einföldum hætti. Að innanverðu er renndur vasi undir það allra mikilvægasta. Þá eru á pokanum tvö burðarhandföng, auk D-lykkju fyrir veiðiháfinn.

Axlarólarnar eru afar þægilegar og nýtast vel til lengri ferða. Ólarnar eru ofnar og því má festa á þær ýmiskonar áhöld. Þá er bak pokans hannað þannig að raki eigi greiða leið frá notandanum. Mittisbeltið má stilla á einfaldan hátt með hliðarlásum, svo ekki þarf að kvíða þótt flíkum notandans fækki eða fjölgi. Beltið veitir góðan stuðning þegar bornar eru þungar birgðir, en sé þess ekki þörf er einfalt að smella því af bakpokanum.

FRÍ HEIMSENDING