IWANA Retro 2:1 Multiplier 3¾“ Fluguhjól
Retro 3¾“ er eitt af flaggskipum IWANA – hjól sem sameinar tímalausa fagurfræði með nútíma tækni. Þetta hjól er með 2:1 hlutfalli sem tryggir hraða og skilvirka línuinntöku, og er sérhannað fyrir tvíhendur í línuþyngd #7-8.
Hjólið stendur álag vel af sér, með lokaðri byggingu og traustri tromlubremsu sem skilar jafnvægi og fullkominni stjórn í baráttunni við stóra fiska. Með handpússaðri ebonít sveif, stillanlegu bremsukerfi og hátækni framleiðslu nær IWANA fram samspili handverks og nákvæmni sem skilar bæði mýkt og viðbragðsflýti þegar svo ber undir.
Helstu eiginleikar:
- Klassískt útlit með nútímalegri nákvæmni
- 2:1 margfaldari – tvöfalt hraðari línuinntaka
- Stillanleg tromlubremsa með mjúku hljóði
- Heil framhlið og lokuð full frame-bygging
- Handpússuð ebonít sveif fyrir gott grip og fallegt útlit
- Kemur í vandaðri handsaumaðri skinntösku
- Einkvæmt ID-númer og skráning fyrir ábyrgð og eftirfylgni
Tæknilýsing – SALMON 3¾“ 2:1
- Þvermál: 3¾“ (9,5 cm)
- Þyngd: 13 oz (ca. 369 g)
- Línugeta: 475 gr Skagit + 30 m rennilína + 150 m/30 lb undirlína
- Línuflokkar: Tvíhendur í línþyngd #7-8