Hanak Streamer H900 BL er öflugur og fjölhæfur krókur sem er sérstaklega hannaður fyrir straumflugur og stærri púpur. Krókurinn er með langan og sterkan legg sem gefur gott rými fyrir efnisbyggingu, og extra víðan bug sem tryggir framúrskarandi krókun og gott hald í baráttunni.
Oddurinn er langur, grannur og sérlega beittur, sem fer hreint í munn fisksins og dregur úr líkum á að hann losni. Krókurinn er agnhaldslaus og því auðveldur í losun, án þess að það komi niður á festu.
Auga króksins er lítillega hallað, sem gerir H900 BL sérstaklega hentugan í flugur með kúluhaus eða aðra þyngingu. Sterkur vírinn gerir krókinn vel fallinn til veiða á meðalstórum og stórum fiski.
- Gerð: Straumflugukrókur
- Vír: Sterkur (1x strong)
- Oddur: Extra langur, beinn og sérlega beittur
- Bugur: Extra víður
- Leggur: Langur
- Auga: Hallað
- Hald: Agnhaldslaus
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
Semperfli Ice Dubbing Magnpakkning
Semperfli Kapok Dry Fly Dubbing Magnpakkning 