Hanak Jig Wave H470 BL er jig-krókur með sérhannaðri lögun sem aðgreinir hann frá hefðbundnum gerðum. Krókurinn er með extra víðan bug og langan, nálarbeittan odd með svokölluðum Wave point, sem eykur hald á fiski í baráttunni án þess að torvelda losun.
Krókurinn er úr sterku Hi-Carbon stáli og er agnhaldslaus, líkt og flestir Hanak-krókar. Augað er beygt um 60 gráður og er H470 BL því sérstaklega ætlaður til notkunar með slotted tungsten kúluhausum (kúluhausum með rauf). Sú samsetning lætur fluguna synda „á hvolfi“, sem dregur verulega úr botnfestu og gerir mögulegt að veiða mjög nærri botni.
- Gerð: Jig-púpukrókur
- Vír: Sterkur (1x strong)
- Oddur: Extra langur, nálarbeittur Wave point
- Bugur: Extra víður
- Leggur: Staðlaður
- Auga: 60° beygja (jig)
- Hald: Agnhaldslaus
- Efni: Hi-Carbon stál
- Áferð: Black Nickel
- Fjöldi í pakka: 25 stk
